Það bárust óvæntar fréttir af því um helgina að Arsenal ætlaði sér að krækja í David Raya frá Brentford.
Markvörðurinn á aðeins ár eftir af samningi sínum við Brentford og fer að öllum líkindum í sumar. Hann hafði verið orðaður við Bayern Munchen en vill frekar fara til Arsenal.
Þar fyrir er Aaron Ramsdale sem hefur verið aðalmarkvörður undanfarin tvö ár.
Hann gæti nú verið að fá mikla samkeppni ef Raya mætir á svæðið.
Hér að neðan má sjá samanburðatölfræði á Raya og Ramsdale. Þar má sjá að Spánverjinn skorar hærra í sendingum sem heillar Mikel Arteta.