fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Opinbera ansi áhugaverða lista – Þetta eru verstu kaupin á Íslandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar birtu meðlimir þáttarins áhugaverðan lista yfir verstu kaup félaga í Bestu deild karla á tímabilinu.

Um er að ræða leikmenn sem keyptir voru til liða í Bestu deildinni fyrir tímabil en hafa ekki staðið undir væntingum.

Efstur á listanum yfir íslenska leikmenn er hinn tvítugi Lúkas Logi Heimisson sem gekk í raðir Vals frá Fjölni fyrir tímabil. Hann heillaði einhverja á undirbúningstímabilinu en hefur svo verið í litlu hlutverki í sumar.

Í öðru sæti er Alex Freyr Elísson sem keyptur var dýrum dómum frá Fram í Breiðablik. Hann spilaði lítið í Kópavogi og hefur nú verið lánaður til KA.

Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður FH, er svo í þriðja sæti listans.

Af erlendum leikmönnum er norskur miðjumaður KR, Olav Öby. Hefur hann verið vægast sagt slakur.

Í öðru sæti er Jordan Smilye sem kom í Keflavík fyrir tímabil en er nú kominn til Hauka í 2. deild.

Þar á eftir kemur Joey Gibbs, sem fór óvænt úr Keflavík í Stjörnuna fyrir tímabil.

Fimm verstu kaupin (Íslenskir leikmenn)
1. Lúkas Logi Heimisson (Frá Fjölni í Val)
2. Alex Freyr Elísson (Frá Fram í Breiðablik)
3. Sindri Kristinn Ólafsson (Frá Keflavík í FH)
4. Sverrir Páll Hjaltested (Frá Val í ÍBV)
5. Baldur Logi Guðlaugsson (Frá FH í Stjörnuna)

Fimm verstu kaupin (Erlendir leikmenn)
1. Olav Öby (Frá Fredrikstad í KR)
2. Jordan Smilye (Frá Blacktown City í Keflavík)
3. Joey Gibbs (Frá Keflavík í Stjörnuna)
4. Filip Valencic (Frá KuPS í ÍBV)
5. Harvey Willard (Frá Þór í KA)

Hlustaðu á Þungavigtina

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Real Madrid öruggir á því að þeir hafi betur gegn Liverpool – Yrði áfall á Anfield

Real Madrid öruggir á því að þeir hafi betur gegn Liverpool – Yrði áfall á Anfield
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íþróttavikan: Rúnar Kristins gerir upp tímabilið og skorar á KSÍ

Íþróttavikan: Rúnar Kristins gerir upp tímabilið og skorar á KSÍ
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lýsir því hvernig hún varð fyrir hrottalegri árást frá karlmanni um liðna helgi – „Sneri sér svo við og sparkaði í mig“

Lýsir því hvernig hún varð fyrir hrottalegri árást frá karlmanni um liðna helgi – „Sneri sér svo við og sparkaði í mig“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum framherji United spáir því að Wirtz muni slá í gegn hjá Liverpool

Fyrrum framherji United spáir því að Wirtz muni slá í gegn hjá Liverpool