Knattspyrnuaðdáendur eru margir að missa sig eftir nýjasta myndband fyrrum stjörnunnar Dimitar Berbatov.
Berbatov var frábær fótboltamaður á sínum tíma og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Tottenham og Manchester United.
Búlgarinn er í dag 42 ára gamall en hann birti afar skemmtilegt myndband af sjálfum sér á dögunum.
Hann hefur engu gleymt og er í sturluðu standi þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir löngu síðan.
Berbatov hefur svo sannarlega haldið sér í formi eftir að skórnir fóru í hilluna eins og má sjá hér.
😍🇧🇬 Dimitar Berbatov’s first touch walkthrough! pic.twitter.com/zHUJXwYOCE
— EuroFoot (@eurofootcom) July 30, 2023