Trent Alexander-Arnold er nýr varafyrirliði Liverpool og virtist heldur hissa þegar hann fékk tíðindin.
Jordan Henderson hefur verið fyrirliði Liverpool um árabil en hann ákvað að elta peningana til Sádi-Arabíu og gekk í raðir Al Ettifaq á dögunum, en það er liðið sem Steven Gerrard stýrir.
Virgil van Dijk er þar með orðinn fyrirliði en það þurfti að tilnefna nýjan varafyrirliða.
Sá er hinn 24 ára gamli Trent og birti Liverpool skemmtilegt myndband af því þegar stjórinn Jurgen Klopp tilkynnti honum tíðindin.
Það má sjá hér að neðan.
The moment @TrentAA found out he was going to be our vice-captain ❤️ pic.twitter.com/hZB0kMPhK3
— Liverpool FC (@LFC) July 31, 2023