Knattspyrnukonan Lauren James var í sjokki á föstudaginn eftir leik liðsins við Danmörku á HM kvenna.
James var hetja enska liðsins í þessum leik í riðlakeppninni og skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri.
,,Frábært mark, Lauren,“ voru skilaboð sem Lauren fékk á Instagram síðu sína frá engum öðrum en David Beckham.
Beckham er eigandi Inter Miami í dag en hann er fyrrum enskur landsliðsmaður og leikmaður Real Madrid og Manchester United.
Skilaboðin bárust klukkan fimm um nótt og er augljóst að Beckham var sjálfur að fylgjast með leiknum.
,,Ég hugsaði bara með mér hvort þetta væri í alvöru að gerast. Er ég að lesa þetta rétt?“ sagði James um ummælin.
,,Auglsjóslega var ég mjög stolt og hugsaði bara ‘vá.’ Þetta er einhver sem átti frábæran feril og hefur gengið í gegnum þetta allt saman.“
Leikirnir á HM kvenna þetta árið eru oft spilaðir að nóttu til en mótið fer fram í Nýja-Sjálandi og Ástralíu.