Cristiano Ronaldo er goðsögn í augum flestra stuðningsmanna Manchester United.
Ronaldo spilar með Al-Nassr í Sádí Arabíu í dag en hann yfirgaf Man Utd í annað sinn á síðasta ári.
Ronaldo á börn með fyrirsætunni Goergina Rodriguez en þau hafa verið saman í þónokkur ár.
Dóttir Ronaldo sást klæðast treyju Liverpool um helgina, eitthvað sem er nú talað um á samskiptamiðlum.
Ronaldo er alls ekki sá vinsælasti á meðal stuðningsmanna Liverpool en dóttir hans, Alana, klæddist treyju Liverpool sem var merkt nafni Mohamed Salah.
,,Af hverju myndirðu leyfa henni þetta?“ skrifar einn og bætir annar við: ,,Erum við komnir hingað? Allt leyfilegt?“
Ronaldo virðist opinn fyrir því að leyfa börnum sínum að styðja þá fótboltamenn sem þau vilja eins og má sjá hér.