Ezri Konsa skoraði algjört draumamark fyrir Aston Villa í æfingaleik gegn Brentford í Bandaríkjunum í gær.
Liðin eru á fullu að undirbúa nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Leiknum í gær lauk 3-3.
Bryan Mbuemo og Josh Dasilva komu Brentford í 0-2 áður en Villa sneri dæminu við með mörkum Konsa, Moussa Diaby og Matty Cash.
Shandon Baptiste jafnaði leikinn svo á ný fyrir Brentford.
Mark Konsa er hins vegar það sem allir ræða eftir leikinn. Miðvörðurinn hljóp þvert yfir völlinn áður en hann negldi boltanum í markið.
Sjón er sögu ríkari. Myndband af markinu er hér að neðan.
Ezri Konsa with the sort of run we all tried to go on in the playground every lunchtime between Year 7-11. pic.twitter.com/kH4sqU13PL
— HLTCO (@HLTCO) July 30, 2023