fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Ræddu tíðindin úr Garðabænum og Ólafur botnar ekki í þessu – „Hvað sjá menn sem verður til þess?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. júlí 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan er með afar ungt og spennandi lið sem hefur heillað í Bestu deild karla undanfarið. Liðið seldi hinn 19 ára gamla Ísak Andra Sigurgeirsson til Norrköping á dögunum og er jafnaldri hans Guðmundur Baldvin Nökkvason einnig mættur til Svíþjóðar, þar sem hann skrifaði undir hjá Mjallby.

Ólafur Jóhannesson segir það hins vegar koma sér á óvart að annar leikmaður Stjörnunnar skuli ekki vera farinn í atvinnumennsku enn þá.

Sá leikmaður er hinn 19 ára gamli Eggert Aron Guðmundsson. Hann hefur farið á kostum undanfarið með Stjörnunni og var einnig frábær á EM U19 ára landsliða.

Þjálfarinn reynslumikli Ólafur Jóhannesson starfar nú við umfjöllun um Bestu deildina á Stöð 2 Sport og ræddi hann þetta þar í gær.

„Að Eggert skuli ekki vera farinn kemur mér á óvart,“ sagði Ólafur.

„Af hverju er hann ekki farinn? Hann er ekkert síðri en Ísak og er betri en Guðmundur.

Hvað sjá menn sem verður til þess að þeir þora ekki að taka hann? Ég skil það ekki alveg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Í gær

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“