Margir eru hneykslaðir eftir að hafa horft á markalaust jafntefli Sviss og Nýja-Sjálands á HM í gær.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli en það sem er mikið fjallað um eftir leik er þegar myndavélarnar beindust að manni með skilti sem margir telja óviðeigandi.
Enskir miðlar fjalla um þetta en leikurinn var sýndur á BBC þar í landi. Segir í fréttum að mörgum hafi ekki staðið á sama þegar maður með skilti sem á stóð: „Alishia Lehmann, áritaðu magann á mér svo ég sjáist í sjónvarpinu.“
Lehmann er landsliðskona Sviss og ein vinsælasta knattspyrnukona heims, ekki síður utan vallar þar sem hún er ansi stór á samfélagsmiðlum.
Sjónvarpsframleiðendur hafa verið mikið gagnrýndir í kjölfarið á þessu.
„Gerið svo vel að sýna ekki frá svona,“ skrifaði einn.
„Að sýna fullorðna menn biðja unga konu um að koma við sig er lágkúrulegt,“ skrifaði annar á samfélagsmiðla.