Liverpool mun á næstunni leggja fram annað tilboð í Romeo Lavia, leikmann Southampton.
Lavia, sem er aðeins 19 ára gamall, heillaði með Southampton á síðustu leiktíð en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.
Miðjumaðurinn hefur í kjölfarið verið sterklega orðaður við fjölda stórliða.
Liverpool er hins vegar efst í huga hans og vill leikmaðurinn halda þangað.
Liverpool lagði fram fyrsta tilboð í síðustu viku upp á 37 milljónir punda en því var hafnað af Southampton sem vill fá um 50 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Þó verður nýtt tilboð Liverpool upp á 45 milljónir punda og verður lagt fram á allra næstunni.
Liverpool second bid for Roméo Lavia, in the region of £45m package and ready since last week — to be sent soon. 🔴 https://t.co/gPWePN3VK7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 31, 2023