Einhverjir eru farnir að kannast við nafnið Alisha Lehmann en hún hefur gert það gott sem knattspyrnukona.
Lehmann er landsliðskona Sviss og hefur spilað með liðinu á HM í sumar og kom inná gegn Nýja-Sjálandi.
Einn aðdáandi Lehmann ákvað að reyna sitt besta að fanga athygli hennar með ansi óvenjulegu skilti.
,,Alisha Lehmann, skrifaðu á magann á mér svo ég sjáist í sjónvarpinu,“ skrifaði þessi ágæti maður og sást einmitt í sjónvarpinu.
Lehmann þykir vera ein fallegasta ef ekki fallegasta knattspyrnukona heims en hún hefur leikið fyrir bæði West Ham og Aston Villa.
Þetta undarlega atvik má sjá hér.