fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Framtíð Greenwood komin á hreint í þessari viku eða þeirri næstu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. júlí 2023 10:00

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má búast við niðurstöðu um framtíð Mason Greenwood hjá Manchester United á allra næstunni ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi.

Greenwood hefur ekki spilað fótbolta í eitt og hálft ár eftir að lögreglan í Manchester handtók hann.

Var Greenwood grunaður um kynferðisbrot og annað ofbeldi í nánu sambandi. Málið var fellt niður fyrir nokkru síðan en United hefur síðan þá skoðað málið.

Niðurstaða virðist ekki enn liggja fyrir en samkvæmt enskum miðlum gerir United sér grein fyrir því að það þurfi að leysa málið fyrir upphaf nýs tímabils á Englandi.

Það gæti því enn farið svo að Greenwood spili með United á næstu leiktíð, en hann hefur einnig verið orðaður annað, til dæmis til Ítalíu.

Tímabilið í ensku úrvalsdeildinni hefst 11. ágúst og má því búast við niðurstöðu í þessari viku eða þeirri næstu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“