FH hefur staðfest komu þriggja leikmanna og gerði það með skemmtilegu myndbandi nú í kvöld.
FH spilar á móti Keflavík í Bestu deild karla í kvöld og eru tveir af þessum leikmönnum á bekknum.
Um er að ræða þá Arnór Borg Guðjohnsen sem kemur frá Víkingi Reykjavík og Grétar Snær Gunnarsson sem kemur frá KR.
Hinn leikmaðurinn er enginn annar en Viðar Ari Jónsson sem kemur heim úr atvinnumennsku.
Viðar Ari er fyrrum leikmaður FH en hann var síðast í Ungverjalandi eftir dvöl hjá bæði Brann og Sandefjord.
Hann á að baki sjö landsleiki fyrir Ísland og er 29 ára gamall.
Vorum að opna hliðin ⛓ Bjóðum þrjá nýja leikmenn velkomna í FH. Komið fagnandi. #ViðErumFH pic.twitter.com/HejCO1XOVN
— FHingar (@fhingar) July 31, 2023