fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Emil fór í nýtt lið og trúði varla hvað þeir voru látnir gera – „Þetta er sönn saga“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. júlí 2023 08:00

Emil og eiginkona hans, Ása Regins. © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson fór ítarlega yfir knattspyrnuferilinn í viðtali við Chess After Dark á dögunum. Þar ræddi hann meðal annars skrautlega lánsdvöl á Englandi frá Ítalíu.

Fyrrum landsliðsmaðurinn, sem er orðinn 39 ára gamall, er enn að spila fótbolta og gerir hann það með Virtus Verona á Ítalíu. Hann hefur einmitt leikið mest allan sinn feril þar í landi og gert garðinn frægan með félögum á borð við Hellas Verona og Udinese.

Árið 2009 var Emil þó lánaður til Englands í eitt tímabil frá Reggina. Fór hann til Barnsley í ensku B-deildinni.

„Þetta var alveg skemmtilegt þannig séð. Englendingurinn er mjög skemmtilegur. En mér fannst fótboltinn ekkert henta mér sérstaklega. Þetta var mikið bara kraftur, langar sendingar og tæklingar,“ segir Emil í þættinum.

Miðjumaðurinn lýsir einni æfingu sem súmmerar tímann á Englandi vel upp.

„Við vorum einhvern tímann á æfingu þar sem æfingin snerist um að gefa langar sendingar á miðvörðinn okkar og hann átti að skalla sem lengst í burtu. Ég bara, hvað er í gangi hérna? Boltinn fór bara yfir mig aftur og aftur, fram og til baka.

Þetta er sönn saga.“

Þarna átti Emil eftir að fara aftur til Ítalíu og eiga frábæran feril.

„Championship er auðvitað rosaleg deild, allt öðruvísi fótbolti. En fyrir mig persónulega hentaði ítalski boltinn betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Í gær

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“