fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Biður son sinn afsökunar reglulega: Baðaði sjálfan sig í rakspíra svo enginn tæki eftir – ,,Ég mun alltaf muna eftir þessu“

433
Mánudaginn 31. júlí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíumaðurinn Cicinho hefur tjáð sig um eigin áfengisneyslu og hvernig hann mætti fullur á æfingar hjá stórliði Real Madrid.

Cicinho spilaði með Real frá 2006 til 2007 eftir komu frá Atletico Mineiro en hélt síðar til Roma og var þar í fimm ár.

Ferill Cicinho endaði árið 2018 en hann á að baki 15 landsleiki fyrir Brasilíu og er í dag 43 ára gamall.

Bakvörðurinn drakk mikið af áfengi á sínum yngri árum og hefur reglulega þurft að biðja son sinn afsökunar á hegðun sinni.

,,Ef ég er spurður að því hvort ég hafi einhvern tímann mætt fullur á æfingar hjá Real Madrid… Þá er það satt,“ sagði Cicinho.

,,Ég drakk kaffi til að fela áfengisfýluna og baðaði sjálfan mig í rakspíra svo enginn tæki eftir því.“

,,Þetta var auðvelt fyrir mig. Ég þurfti ekki peninga til að geta keypt drykki. Þegar ég var 13 ára gamall prófaði ég að drekka í fyrsta sinn og hef aldrei hætt.“

,,Ég á 15 ára gamlan son og er alltaf að biðja hann afsökunar. Á þessum tíma var hann tveggja ára gamall og áttaði sig ekki á stöðunni en ég mun alltaf muna eftir þessu.“

,,Ég reykti sígarettur alveg frá 1999 til 2010. Ég reykti bara þegar ég drakk en ég drakk allan daginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Í gær

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“