Brasilíumaðurinn Cicinho hefur tjáð sig um eigin áfengisneyslu og hvernig hann mætti fullur á æfingar hjá stórliði Real Madrid.
Cicinho spilaði með Real frá 2006 til 2007 eftir komu frá Atletico Mineiro en hélt síðar til Roma og var þar í fimm ár.
Ferill Cicinho endaði árið 2018 en hann á að baki 15 landsleiki fyrir Brasilíu og er í dag 43 ára gamall.
Bakvörðurinn drakk mikið af áfengi á sínum yngri árum og hefur reglulega þurft að biðja son sinn afsökunar á hegðun sinni.
,,Ef ég er spurður að því hvort ég hafi einhvern tímann mætt fullur á æfingar hjá Real Madrid… Þá er það satt,“ sagði Cicinho.
,,Ég drakk kaffi til að fela áfengisfýluna og baðaði sjálfan mig í rakspíra svo enginn tæki eftir því.“
,,Þetta var auðvelt fyrir mig. Ég þurfti ekki peninga til að geta keypt drykki. Þegar ég var 13 ára gamall prófaði ég að drekka í fyrsta sinn og hef aldrei hætt.“
,,Ég á 15 ára gamlan son og er alltaf að biðja hann afsökunar. Á þessum tíma var hann tveggja ára gamall og áttaði sig ekki á stöðunni en ég mun alltaf muna eftir þessu.“
,,Ég reykti sígarettur alveg frá 1999 til 2010. Ég reykti bara þegar ég drakk en ég drakk allan daginn.“