Fyrrum undrabarnið Jonjo Shelvey talar ekki of vel um söngvarann John Legend sem hefur gert það afar gott sem tónlistarmaður.
Shelvey vildi fá Legend til að syngja eitt lag í eigin brúðkaupi er hann giftist Daisy Evans árið 2015.
Bæði Shelvey og eiginkona hans eru aðdáendur Legend sem sýndi 8,5 milljónum króna lítinn áhuga.
Legend var ekki lengi að hafna boði Shelvey sem bauð honum 50 þúsund pund eða um 8,5 milljónir króna til að syngja eitt lag í brúðkaupinu.
Shelvey leikur með Nottingham Forest í dag en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool og Newcastle.
Að lokum fékk Shelvey annan frægan mann til að koma fram í brúðkaupinu eða grínistann Jimmy Carr.
,,Ég bauð honum 50 þúsund pund fyrir það eina að syngja eitt lag. Hann hafnaði boðinu um leið,“ sagði Shelvey.
,,Ég hugsaði bara með mér: ‘Ertu að grínast?’ 50 þúsund pund fyrir að syngja eitt lag!“