Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr, fær nú töluverða gagnrýni eftir hegðun sína í leik gegn Al-Shabab á dögunum.
Ronaldo sást þar kasta brúsa í átt að myndatökumanni vallarins og sagði honum síðar að hundskast burt.
Um var að ræða leik sem lauk með markalausu jafntefli en Ronaldo spilaði 62 mínútur að þessu sinni.
Ronaldo var pirraður á hliðarlínunni og lét myndatökumanninn heyra það sem skottaðist burt um leið.
Myndbandið má sjá hér.
Cristiano Ronaldo wasn’t a happy man after Al-Nassr drew with Al-Shabab last night, throwing water at the cameraman and ushering him away 😅pic.twitter.com/OLcMcNzNQa
— 101 Great Goals (@101greatgoals) July 29, 2023