fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Kominn með nóg og segir að fjölskyldan vilji aldrei snúa aftur: Neita að fara í viðræður – ,,Ég hef sagt þetta í tvo mánuði“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. júlí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Nikola Vlasic er kominn með nóg af því að vera leikmaður West Ham og vill fá að skrifa undir endanlega hjá Torino.

Vlasic var lánaður til Torino á síðustu leiktíð og spilaði þar 34 leiki ásamt því að skora fimm mörk og leggja upp önnur sex.

Vlasic gekk í raðir West Ham frá CSKA Moskvu árið 2021 en skoraði aðeins eitt mark í 19 deildarleikjum.

Torino er tilbúið að kaupa leikmanninn á níu milljónir evra en West Ham segir einfaldlega nei og vill fá hærri upphæð.

Talið er að West Ham hafi borgað 30 milljónir evra fyrir Vlasic á sínum tíma en hann er í dag 25 ára gamall.

,,Ég er alveg kominn með nóg af þessari stöðu. Við vitum það vel að ég er ekki mikilvægur leikmaður hér, ég er einn af þeim sem eru í varaliðinu,“ sagði Vlasic við Tuttosport.

,,Ég virti þá ákvörðun að snúa aftur til London og ég æfi eins og atvinnumaður á hverjum einasta degi en þetta er ekki lausnin.“

,,Ég hef sagt þetta í tvo mánuði, að ég vilji spila fyrir Torino, að ég vilji ekki vera áfram hjá West Ham á hliðarlínunni.“

,,Fjölskyldan mín hefur engan áhuga á því að snúa aftur til Englands. Ég veit að Torino er búið að bjóða 9 milljónir evra í mig fyrir löngu. Það er enginn tilbúinn að fara í viðræður við Torino, þið haldið því fram að þetta sé ekki nóg fyrir mig.“

,,Ég hef áhyggjur, ég mun halda áfram að æfa en ég get ekki sætt mig við stöðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum