Rapparinn heimsfrægi Jay-Z gæti verið á leiðinni í ensku úrvalsdeildina en hann hefur áhuga á að kaupa félag í London.
Frá þessu greina ýmsir miðlar en Jay-Z hefur gert það gott sem tónlistarmaður og er giftur Beyonce.
Joe Lewis er eigandi Tottenham en hann er nú undir rannsókn vegna fjársviks og gæti neyðst til að selja félagið.
Jay-Z hefur mikinn áhuga á að kaupa Tottenham ef félagið er til sölu og skoðar sína möguleika.
Jay-Z þyrfti að borga 2,2 milljarða bandaríkjadala til að eignast Tottenham og er talinn reiðubúinn í að taka það skref.
Hann er nú þegar meðeigandi í Brooklyn Nets sem leikur í NBA körfuboltadeildinni í Bandaríkjunum.