Jóhann Berg Guðmundsson fékk rautt spjald í gær er Burnley spilaði við lið Real Betis.
Um var að ræða æfingaleik en landsliðsmaðurinn var í byrjunarliði þeirra ensku í 1-1 jafntefli.
Athygli vekur að Jóhann Berg fékk að líta beint rautt spjald eftir að hafa verið skallaður af leikmanni Betis.
Þetta kemur fram á Twitter síðu Burnley en vængmaðurinn var skallaður af Luiz Felipe og fékk svo rautt sjálfur.
Jóhann Berg varð um leið þriðji leikmaður í sögu Burnley til að fá rautt spjald í æfingaleik.
Myndband hefur nú birst af atvikinu og má þar sjá Jóhann Berg sparka í átt að Felipe áður en allt varð vitlaust.
Myndband af þessu má sjá hér.
Luiz Felipe & Gudmundsson Double Red Card Fight | Real Betis vs Burnley pic.twitter.com/tS38xMFJ4p
— VISÃO (@VisaoHD) July 28, 2023