Miðjumaðurinn Moises Caicedo er að verða virkilega pirraður hjá félagi sínu Brighton í ensku úrvalsdeildinni.
Frá þessu greina enskir miðlar en Brighton hafnaði 80 milljónum punda frá Chelsea á dögunum.
Það þykir vera vel sanngjarnt verð fyrir Caicedo en Brighton virðist ætla að mjólka allt úr Chelsea og fá sem mest fyrir leikmanninn.
Caicedo er sjálfur orðinn mjög pirraður á stöðunni og ætlar að funda með félaginu og vill sjá verðmiðann lækka.
Caicedo telur sjálfur að verðmiðinn sé sanngjarn en Chelsea gæti dregið sig úr kapphlaupinu ef samkomulag næst ekki bráðlega.
Brighton er ákveðið í að þessi 21 árs gamli leikmaður sé fáanlegur á 100 milljónir punda.