fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

,,Munu grátbiðja um að fá De Gea aftur til félagsins“

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. júlí 2023 21:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dwight Yorke, goðsögn Manchester United, segir að það séu góðar líkur á því að stuðningsmenn liðsins grátbiðji um að fá David de Gea aftur til félagsins í vetur.

Andre Onana var keyptur til Man Utd til að taka við af De Gea sem var aðalmarkvörður liðsins í yfir 10 ár.

Onana lék síðast með Inter og fyrir það Ajax en Yorke telur að hann sé ekki eins góður markmaður og Spánverjinn.

,,Ég hef sagt það áður að Manchester United þarf að passa sig á því hvað þeir biðja um,“ sagði Yorke.

,,Miðað við allt það góða sem hann hefur gert fyrir félagið þá endaði ferill hans þarna á slæman hátt. Ég vona að það komi ekki í bakið á félaginu.“

,,Að mínu mati er Onana ekki jafn góður og De Gea, fólk þarf að horfa á hann vandlega. Ég hef séð Onana áður, enska úrvalsdeildin er í öðrum gæðaflokki.“

,,Ég mun fylgjast með honum mjög vandlega og fólkið sem gagnrýndi De Gea mun örugglega grátbiðja um að fá hann aftur til félagsins. Ég vona að það gerist ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Í gær

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“