Manchester United hefur hafnað 20 milljóna punda tilboði West Ham í varnarmanninn Harry Maguire.
Það lítur út fyrir það að Maguire færi sig ekki um set í sumar en er ekki fyrsti maður á blað hjá Erik ten Hag.
Man Utd vill þó ansi góða upphæð fyrir þennan þrítuga miðvörð sem varð dýrasti varnarmaður heims er hann kom frá Leicester á sínum tíma.
Maguire spilaði aðeins 16 deildarleiki fyrir Man Utd á síðustu leiktíð og hefur misst sitt sæti í liðinu.
West Ham vildi fá leikmanninn fyrir 20 milljónir punda en Man Utd hafnaði boðinu um leið.