fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Með föst skot á Ronaldo og segir hann elta peningana – ,,Hann hefur þénað 100 sinnum meira en ég“

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. júlí 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Odion Ighalo, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur skotið föstum skotum á leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo.

Það er dæmi um leikmann sem hélt til Sádí Arabíu og vill meina að peningarnir þar í landi séu ekki aðal ástæðan fyrir komunni.

Ighalo sem er 34 ára gamall í dag lék sjálfur í Sádí Arabíu á síðustu leiktíð og segir að allir leikmenn á hans aldri séu að hugsa um peningana yfir allt annað.

,,Þegar þú ert ungur þá spilarðu fyrir ástríðuna. Á þeim tíma þá er þér alveg sama um peningana,“ sagði Ighalo.

,,Á mínum aldri, ég er á lokastigi ferilsins og ég veit ekki hvort ég eigi kannski eitt eða tvö ár inni eða hvenær Guð telur það rétt að stoppa.“

,,Í dag get ég ekki verið einn af þeim sem segist spila fyrir ástríðuna, bróðir, þetta eru peningarnir. Í lok dags snýst þetta allt um peningana.“

,,Er Ronaldo ennþá að spila vegna ástríðu? Hann hefur þénað 100 sinnum meira en ég hef gert á ferlinum og hann fór samt til Sádí Arabíu. Var það ástríðan? Bróðir, þetta er fyrir peningana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“