Ferill framherjans Louie Barry virðist vera á hraðri niðurleið en hann var eitt sinn einn efnilegasti leikmaður Englands.
Barry er leikmaður sem einhverjir kannast við en hann var óvænt fenginn til Barcelona árið 2019.
Fyrir það hafði strákurinn leikið með West Brom en Aston Villa keypti hann frá Börsungum fyrir þremur árum.
Ferill leikmannsins hefur aldrei náð alvöru flugi en hann er tvítugur í dag og fær engin tækifæri á Villa Park.
Barry hefur nú verið lánaður til Stockport County í ensku fjórðu deildinni eftir stutt stopp hjá Salford City á síðustu leiktíð.
Fyrir utan það hefur leikmaðurinn verið lánaður til Ipswich, Swindon og MK Dons og virðist ekki eiga framtíð fyrir sér í efstu deild.