Það er allt öðruvísi að spila fyrir Chelsea en Arsenal segir sóknarmaðurinn knái Kai Havertz.
Havertz gekk í raðir Arsenal í sumar frá einmitt Chelsea og kostaði tæplega 70 milljónir punda.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með einstakar hugmyndir og er Havertz að kynnast algjörlega nýjum leikstíl.
,,Þetta er allt öðruvísi fótbolti en við spiluðum hjá Chelsea. Þetta er stíll sem hentar mér mjög vel,“ sagði Havertz.
,,Það mun alltaf taka ákveðinn tíma í að venjast þessu, ég hef verið hér í um þrjár vikur. Þetta tekur tíma.“
,,Ég gef mitt allt í verkefnið svo ég standi mig vel í hæsta gæðaflokki.“