Nýja stúkan á Anfield verður ekki klár fyrir fyrsta heimaleikinn í ensku úrvalsdeildinni sem gerir marga stuðningsmenn reiða.
Búist er við fullum velli gegn Bournemouth í fyrsta heimaleiknum á Anfield sem tekur um 54 þúsund manns.
Liverpool hefur verið að byggja nýja stúku á Anfield undanfarin tvö ár en hún verður ekki reiðubúin fyrir fyrsta leik.
Það þýðir að margir stuðningsmenn munu missa af fyrsta leiknum en hvenær stúkan verður klár er óljóst.
Stúkan hefði tekið við sjö þúsund stuðningsmönnum til viðbótar og myndi völlurinn þá taka 61 þúsund manns.
Fyrsti leikur Liverpool er ekki heima en liðið heimsækir Chelsea í fyrstu umferðinni.