Allir leikmenn Inter Miami fengu gjöf frá Lionel Messi á dögunum en hann gekk í raðir félagsins í sumar.
Messi er einn besti ef ekki besti leikmaður allra tíma og hefur byrjað feril sinn frábærlega með Miami.
DeAndre Yedlin, leikmaður Miami, greinir frá því að allir leikmenn liðsins hafi fengið svört og bleik heyrnartól að gjöf frá Messi.
Um er að ræða liti Miami sem leikur í bleiku og svörtu en þau eru hönnuð af Beats by Dre.
,,Þið verjið að spyrja Messi. Messi gaf öllum í liðunu tólin,“ sagði Yedlin spurður út í gripinn.
,,Ég veit ekki hvort hann hafi keypt þau en allir fengu heyrnartól fyrir hans fyrsta leik.“