Xavi, stjóri Barcelona, segir að Arsenal hafi ekki spilað ‘eðlilega’ miðað við æfingaleik er liðin mættust í vikunni.
Arsenal vann 5-3 sigur á Barcelona þar sem Xavi tók á móti landa sínum og fyrrum samherja, Mikel Arteta sem er stjóri enska liðsins.
Um var að ræða fyrsta leik Barcelona á undirbúningstímabilinu en leik liðsins við Juventus var frestað vegna veikinda leikmanna.
Xavi segir að leikmenn Arsenal hafi verið of ákafir í leiknum og að hans menn hafi fundið fyrir því.
,,Ég sagði honum í lok leiks að þetta hafi litið út fyrir að vera leikur í Meistaradeildinni því krafturinn sem þeir settu í þetta var ekki eðlilegur fyrir æfingaleik,“ sagði Xavi.
,,Ég skil að allir vilji vinna sínar viðureignir en þetta var okkar fyrsti leikur og við vorum að jafna okkur eftir veikindi.“