Ousmane Dembele er mikið orðaður við Paris Saint-Germain í dag.
RMC Sport í Frakklandi segir frá því að leikmaðurinn sé ansi nálægt því að halda til PSG frá Barcelona.
Dembele á ár eftir af samningi sínum við Börsunga og framtíðin í óvissu.
Klásúla er í samningi leikmannsins og samkvæmt henni má PSG, eða hvaða félag sem er, kaupa hann á 50 milljónir evra.
Sú klásúla gildir þó aðeins út júlí. Þá hækkar hún upp í 100 milljónir evra.
PSG þarf því að hafa hraðar hendur ef félagið ætlar sér að landa Dembele.
Dembele hefur verið á mála hjá Barcelona síðan 2017. Hann kom frá Borussia Dortmund.