Newcastle er að landa afar spennandi leikmanni fyrir framtíðina úr ensku neðri deildunum.
Hinn 16 ára gamli Kacey Wooster er á leið til félagsins frá Southend.
Wooster er sóknarmaður sem þykir mikið efni. Höfðu bæði Arsenal og Tottenham til að mynda áhuga á honum.
Nú hefur Newcastle hins vegar unnið kapphlaupið um hann.
Wooster fer í unglingalið Newcastle til að byrja með og freistar þess að vinna sér inn sæti í aðalliðinu.