„Ég er ótrúlega sáttur. Loksins er þetta búið,“ segir Birnir í samtali við 433.is í dag.
Samningur Birnis var að renna út eftir tímabil en það var alltaf í forgangi hjá honum að framlengja.
„Þetta er búinn að vera smá aðdragandi. Ég var samt alltaf mjög skýr, mig langaði að skrifa undir hjá Víkingi ef ég væri á Íslandi. Það er gott að klára þetta og þurfa ekki að hugsa um þetta.“
Hinn 26 ára gamli Birnir var til að mynda orðaður við Breiðablik hér heima en segir það ekki hafa komið til greina að fara þangað.
„Ég var alltaf skýr. Mig langaði að skrifa undir hjá Víkingi og annað hefði verið skrýtið. Ég er að eiga besta tímabilið mitt á ferlinum og við erum efstir í deildinni, í undanúrslitum í bikar. Svo þetta var eiginlega auðvelt val.“
Ítarlega er rætt við Birni í spilaranum.