Jordan Henderson var í gær kynntur til leiks sem leikmaður Al Ettifaq í Sádi-Arabíu.
Enski miðjumaðurinn kemur frá Liverpool, þar sem hann hefur verið fyrirliði í áraraðir. Al Ettifaq greiðir Liverpool 12 milljónir punda.
Þá hækka laun Henderson úr 200 þúsund pundum á viku í 700 þúsund. Hann skrifar undir þriggja ára samning.
Henderson hefur verið mikið gagnrýndur fyrir skiptin til Sádí þar sem hann hefur verið ötull talsmaður hinsegin samfélagsins.
Samkynhneigð er bönnuð í Sádi-Arabíu.
Henderson var gjarnan með regnboga-fyrirliðaband hjá Liverpool en glöggir tóku eftir því í kynningarmyndbandi Al Ettifaq í gær að þar var búið að gera það svarthvítt.
Hefur þetta valdið mikilli reiði, en myndbandið má sjá hér að neðan.
A leader 💪🏻 A warrior ⚔️
We’re simply thrilled to have him ❤️💚
Henderson is ETTIFAQI 🟢✨#HendersonEttifaqi pic.twitter.com/GIj8kggxtn
— Ettifaq Club (@Ettifaq_EN) July 27, 2023