fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Sjáðu gróft brot Martinez á Bellingham sem varð bálreiður – Opinberar hvað fór þeirra á milli

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid og Manchester United áttust við í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Lisandro Martinez átti svakalega tæklingu á Jude Bellingham í leiknum.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Real Madrid þar sem Bellingham og Joselu skoruðu mörkin.

Martinez er þekktur fyrir það að vera ansi harður í horn að taka og átti einnig grófa tæklingu á Bukayo Saka í síðasta leik United á undirbúningstímabilinu.

Hann straujaði svo Bellingham í nótt sem var allt annað en sáttur.


Bellingham sagði þó eftir leik að Martinez hafi rætt við sig eftir að hann kom af velli.

„Þegar ég gekk út af í hálfleik var ég brjálaður. En þegar hann kom út af kom hann til mín og óskaði mér alls hins besta. Ég bar mikla virðingu fyrir því,“ sagði Bellingham eftir leik.

„Það sem gerist á vellinum helst þar. Ég óskaði honum líka góðs gengis eftir leik. Ég ber virðingu fyrir því þegar tveir leikmenn eru að reyna að vinna leikinn fyrir sín lið inni á vellinum en geti borið virðingu fyrir hvorum öðrum eftir leik.“

Bellingham segist vera aðdáandi Martinez.

„Hann er frábær keppnismaður og leikmaður. Alveg eins og ég vill hann bara vinna. Stundum gengur það of langt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Borgaði sjálfum sér 253 milljónir í laun á síðasta ára – Starfar mest á Youtube

Borgaði sjálfum sér 253 milljónir í laun á síðasta ára – Starfar mest á Youtube
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Í gær

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
433Sport
Í gær

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum