Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er einn af átta leikmönnum sem Arsenal stefnir á að losa sig við fyrir lok félagaskiptagluggans. Evening Standard segir frá.
Arsenal er með of stóran hóp og kom knattspyrnustjórinn Mikel Arteta inn á það í viðtali.
„Við erum með 30 manna hóp hér (í Bandaríkjunum þar sem liðið er á undirbúningstímabili) sem gengur ekki til lengdar. Markaðurinn er auðvitað enn opinn og eitthvað gæti gerst,“ sagði Arteta.
Auk Rúnars gætu þeir Nicolas Pepe, Albert Sambi Lokonga, Auston Trusty, Cedric Soares, Rob Holding, Nuno Tavares og Folarin Balogun allir farið.
Rúnar hefur verið á mála hjá Arsenal síðan 2020. Hann hefur hins vegar verið lánaður til Belgíu og Tyrklands undanfarin tvö tímabil.
Hann fór með Arsenal til Bandaríkjanna í æfingaferð liðsins.