Nígería gerði sér lítið fyrir og vann óvæntan sigur á gestgjöfum Ástrala í lokaleik dagsins á HM.
Emily van Egmond kom heimakonum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en áður en flautað var til hálfleiks tókst Uchenna Kanu að jafna fyrir nígerska liðið.
Um miðbik seinni hálfleiks komu gestirnir sér í vænlega stöðu með mörkum frá Osinachi Ohale og Asisat Oshoala.
Alanna Kennedy minnkaði muninn fyrir Ástralíu í uppbótartíma en nær komust þær ekki.
Nígería er þar með á toppi B-riðils með 4 stig, jafnmörg og Kanada. Ástralía er svo í þriðja sæti með 3 stig og þarf að vinna Kanada í lokaleiknum til að fara áfram.
Ástralía 2-3 Nígería
1-0 Emily van Egmond 45+1′
1-1 Uchenna Kanu 45+6′
1-2 Osinachi Ohale 65′
1-3 Asisat Oshoala 72′
2-3 Alanna Kennedy 90+10′