fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Nígería vann óvæntan sigur og heimakonur eru komnar með bakið upp við vegg

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 12:09

Þær nígersku fögnuðu dátt. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nígería gerði sér lítið fyrir og vann óvæntan sigur á gestgjöfum Ástrala í lokaleik dagsins á HM.

Emily van Egmond kom heimakonum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en áður en flautað var til hálfleiks tókst Uchenna Kanu að jafna fyrir nígerska liðið.

Um miðbik seinni hálfleiks komu gestirnir sér í vænlega stöðu með mörkum frá Osinachi Ohale og Asisat Oshoala.

Alanna Kennedy minnkaði muninn fyrir Ástralíu í uppbótartíma en nær komust þær ekki.

Nígería er þar með á toppi B-riðils með 4 stig, jafnmörg og Kanada. Ástralía er svo í þriðja sæti með 3 stig og þarf að vinna Kanada í lokaleiknum til að fara áfram.

Ástralía 2-3 Nígería
1-0 Emily van Egmond 45+1′
1-1 Uchenna Kanu 45+6′
1-2 Osinachi Ohale 65′
1-3 Asisat Oshoala 72′
2-3 Alanna Kennedy 90+10′

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt