fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Henderson formlega farinn frá Liverpool sem kveður hann með fallegu myndbandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 11:26

Jordan Henderson: Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Henderson er formlega genginn í raðir Al Ettifaq í Sádi-Arabíu.

Skiptin hafa legið í loftinu og eru nú gengin í gegn.

Eftir tólf ár og næstum 500 leiki kveður Henderson Liverpool sem birtir hjartnæmt myndband honum til heiðurs.

Laun Henderson munu hækka úr 200 þúsund pundum í 700 þúsund pund með skiptunum til Sádí.

Al Ettifaq greiðir Liverpool þá 12 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Steven Gerrard er stjóri Al Ettifaq.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt