Spænski miðjumaðurinn Isco hefur tjáð sig um af hverju hann yfirgaf lið Sevilla árið 2022 eftir níu ár hjá Real Madrid.
Isco samdi við Sevilla sama ár, 2022, en var ekki lengi hjá félaginu og hefur ekki spilað fótbolta í marga mánuði.
Þessi 31 árs gamli leikmaður gat ekki unnið með Monchi, þáverandi yfirmanni knattspyrnumála Sevilla, eftir árás sem átti sér stað.
Isco var ósáttur með vinnubrögð Monchi og lét slæm orð falla í hans garð en sá síðarnefndi brást við með ofbeldi.
,,Ég sagði við Monchi að hann væri mesti lygari sem ég hef unnið með í knattspyrnuheiminum og hann réðst á mig,“ sagði Isco.
,,Hann kom upp að mér, tók mig hálstaki og svo þurftu öryggisverðir að aðskilja okkur. Eins skiljanlega og það hljómar þá hafði ég engan áhuga á að vinna þarna eftir það.“
,,Það var leiðinlegt því samband mitt við liðsfélaga mína var gott og stuðningsmennirnir tóku frábærlega við mér. Ég gat ekki verið hjá félagi þar sem yfirmaður knattspyrnumála ræðst á mig og allir starfsmenn neita að tjá sig.“