fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Útskýrir af hverju hann hætti og forðaði sér burt: Reiður yfirmaður tók hann hálstaki – ,,Allir starfsmenn neita að tjá sig“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænski miðjumaðurinn Isco hefur tjáð sig um af hverju hann yfirgaf lið Sevilla árið 2022 eftir níu ár hjá Real Madrid.

Isco samdi við Sevilla sama ár, 2022, en var ekki lengi hjá félaginu og hefur ekki spilað fótbolta í marga mánuði.

Þessi 31 árs gamli leikmaður gat ekki unnið með Monchi, þáverandi yfirmanni knattspyrnumála Sevilla, eftir árás sem átti sér stað.

Isco var ósáttur með vinnubrögð Monchi og lét slæm orð falla í hans garð en sá síðarnefndi brást við með ofbeldi.

,,Ég sagði við Monchi að hann væri mesti lygari sem ég hef unnið með í knattspyrnuheiminum og hann réðst á mig,“ sagði Isco.

,,Hann kom upp að mér, tók mig hálstaki og svo þurftu öryggisverðir að aðskilja okkur. Eins skiljanlega og það hljómar þá hafði ég engan áhuga á að vinna þarna eftir það.“

,,Það var leiðinlegt því samband mitt við liðsfélaga mína var gott og stuðningsmennirnir tóku frábærlega við mér. Ég gat ekki verið hjá félagi þar sem yfirmaður knattspyrnumála ræðst á mig og allir starfsmenn neita að tjá sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri
433Sport
Í gær

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?
433Sport
Í gær

Vandræði Xavi Simons halda áfram – Niðurlægður í gær

Vandræði Xavi Simons halda áfram – Niðurlægður í gær