fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Rice lofsyngur Arteta – „Þegar þú hittir stjóra eins og Mikel áttar þú þig á að þú kannt í raun ekki neitt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Declan Rice, nýr leikmaður Arsenal, segist sjá fótbolta á annan hátt eftir að hann fór að starfa með Mikel Arteta.

Miðjurinn varð fyrr í sumar dýrasti leikmaður í sögu Bretlands þegar Arsenal keypti hann á 105 milljónir punda frá West Ham. Hann hefur verið fyrirliði Hamranna undanfarin ár og staðið sig frábærlega.

Nú er Rice staddur með Arsenal í Bandaríkjunum á undirbúningstímabilinu og talar hann vel um Arteta.

„Þetta er klikkað. Ég sé fótboltann nú þegar á allt annan hátt. Þú heldur að þú þekkir fótbolta þegar þú elst upp og ert að spila en þegar þú hittir stjóra eins og Mikel áttar þú þig á að þú kannt í raun ekki neitt.

Ég spilaði allt annað hlutverk hjá West Ham en hér svo það mun taka tíma að venjast. Mig langar til að læra og bæta mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Konate opinn fyrir því að fara í sumar

Konate opinn fyrir því að fara í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli Gyokores vekja mikla athygli: ,,Ég er klárlega einn af þeim“

Ummæli Gyokores vekja mikla athygli: ,,Ég er klárlega einn af þeim“
433Sport
Í gær

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal
433Sport
Í gær

Segir að persónuleiki Rashford fæli önnur félög burt

Segir að persónuleiki Rashford fæli önnur félög burt