Pálmi Rafn Pálmason er orðinn þjálfari kvennaliðs KR sem leikur í Lengjudeildinni.
Þetta er staðfest í dag en Pálmi skrifar undir samning við liðið út þetta tímabil.
KR hefur ekkert getað í sumar líkt og á síðasta ári og er í fallbaráttu í Lengjudeildinni eftir að hafa fallið úr Bestu deild í fyrra.
Pálmi þekkir það vel að vinna fyrir KR en hann var leikmaður liðsins frá 2015 til 2022.
Eftir það tók Pálmi að sér stöðu sem íþróttastjóri félagsins og tók þá fram skóna í sumar til að leika með Völsungi í 2. deildinni.