fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Liverpool undirbýr annað tilboð og líklegt er að félögin nái saman

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er að undirbúa nýtt og betra tilboð í Romeo Lavia, leikmann Southampton. The Athletic segir frá.

Lavia, sem er aðeins 19 ára gamall, heillaði með Southampton á síðustu leiktíð en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Miðjumaðurinn hefur í kjölfarið verið sterklega orðaður við fjölda stórliða.

Liverpool er hins vegar efst í huga hans og vill leikmaðurinn halda þangað.

Liverpool lagði fram fyrsta tilboð í gær upp á 37 milljónir punda en því var hafnað af Southampton sem vill fá um 50 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Það er talið líklegt að félögin muni ná saman og að málið verði leyst þannig að Liverpool greiði eitthvað minna en þessar 50 milljónir punda en möguleiki verði á greiðslum til Southampton síðar meir.

Jurgen Klopp hefur unnið í því að endurnýja miðsvæði sitt í sumar. Dominik Szoboszlai er kominn frá RB Leipzig og Alexis Mac Allister frá Brighton.

Þá eru miðjumenn einnig farnir eða á útleið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ótrúlegt hrun hjá lærisveinum Ten Hag

Ótrúlegt hrun hjá lærisveinum Ten Hag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nkunku farinn frá Chelsea

Nkunku farinn frá Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle
433Sport
Í gær

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu
433Sport
Í gær

Sögusagnir um að Newcastle opni veskið enn frekar – Rosalegt tilboð og fjórföldun á launum

Sögusagnir um að Newcastle opni veskið enn frekar – Rosalegt tilboð og fjórföldun á launum