Myndband af David Beckham, eiganda Inter Miami, hefur vakið mikla athygli eftir að það var birt á Instagram.
Það var engin önnur en Victoria Beckham, eiginkona David, sem birti myndbandið.
Þar má sjá þennan fyrrum leikmann Manchester United, Real Madrid, PSG og AC Milan syngja eitt af lögum ‘Spice Girls.’
Eins og flestir vita var Victoria lengi meðlimur í þeirri hljómsveit en einbeitir sér að öðru í dag.
Beckham lifði sig verulega inn í augnablikið og söng af miklum krafti en myndbandið má sjá hér.
View this post on Instagram