fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Theodór Elmar sagður brjálaður yfir ákvörðun Rúnars – Málið minni á fjaðrafokið í kringum Kjartan í fyrra

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, hefur verið á milli tannanna á sparkspekingum undanfarin sólarhringinn eða svo. Leikmaðurinn er sagður ósáttur eftir að hafa verið skellt á bekkinn í síðasta leik.

Það vakti athygli margra að Thedór Elmar byrjaði á bekknum og kom ekki inn á fyrr en í lokin í 1-2 tapi gegn Víkingi R. á sunnudag.

„Hann er allt annað en sáttur og ég heyri að hann vilji bara fara, hann hafi verið brjálaður þegar hann fékk þessar fréttir,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson í þætti Dr. Football í gær.

Kristján Óli Sigurðsson hafði svipaða sögu að segja í Þungavigtinni.

„Hann vill fara,“ sagði hann.

„Dáðasti sonur KR, Kjartan Henry, fór í fyrra og nú vill sá næst dáðasti fara líka.“

Mikael Nikulásson sagði þá í þættinum að svör Rúnars um málið eftir leik hefðu einmitt óneitanlega minnt á svör hans um Kjartan Henry Finnbogason í fyrra, en Kjartan fór auðvitað að lokum ekki í góðu frá KR.

Ekki náðist í Theodór Elmar við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Romano búinn að smella ‘Here we go’ á skipti Isak

Romano búinn að smella ‘Here we go’ á skipti Isak
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hallgrímur sakar Garðbæinga um að beita bellibrögðum – „Mér finnst það til skammar“

Hallgrímur sakar Garðbæinga um að beita bellibrögðum – „Mér finnst það til skammar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Virtist hafa engan áhuga og fór beint í símann eftir komuna – Fær mikla gagnrýni á samskiptamiðlum

Virtist hafa engan áhuga og fór beint í símann eftir komuna – Fær mikla gagnrýni á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar – Sigurmark á 98. mínútu

Besta deildin: Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar – Sigurmark á 98. mínútu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Botnliðin töpuðu bæði – KR fékk stig á Ísafirði

Besta deildin: Botnliðin töpuðu bæði – KR fékk stig á Ísafirði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fenerbahce reynir við Ederson

Fenerbahce reynir við Ederson