fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Risastór misskilningur setti allt af stað í fjölmiðlum: Voru sammála en enginn lét vita – ,,Ég fór bara til Dúbaí með kærustunni“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Agbonlahor, fyrrum undrabarn Englands, hefur tjáð sig um ansi skondinn misskilning sem átti sér stað árið 2007.

Agbonlahor hafði þá spilað sitt fyrsta alvöru tímabil fyrir Aston Villa og átti að fara með enska U21 landsliðinu á EM.

Búist var við Agbonlahor í enska hópnum en hann lét aldrei sjá sig og var þess í stað í sumarfríi í Dúbaí með kærustu sinni.

Ástæðan er ansi fyndin en Agbonlahor neitar að taka sökina á sig.

,,Ég hafði spilað mitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni, 19 ára gamall og Martin O’Neill [stjóri Villa] var sammála mér í því að ég hefði spilað nánast hvern einasta leik og að ég þyrfti ekki að fara á mótið,“ sagði Agbonlahor.

,,Ég þurfti hvíld og þurfti að fara í sumarfrí um leið. Það var eitthvað sem hann nefndi þó ekki við Stuart Pearce [landsliðsþjálfara U21 liðsins], hann hafði gleymt því.“

,,Ég fór bara til Dúbaí með kærustu minni og fékk síðar skilaboð frá vinum mínum sem bentu mér á fréttirnar á Sky Sports. Þar var fjallað um að ég hefði horfið. Ég var steinhissa, hann sagði við mig að ég þyrfti ekki að fara?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Firmino fer til Katar