Búist er við að Lionel Messi verði nefndur nýr fyrirliði Inter Miami þrátt fyrir að hafa enn ekki spilað heilan leik fyrir félagið.
Frá þessu greina margir miðlar en núverandi fyrirliði Miami, miðjumaðurinn Gregore, er frá í langan tíma.
Messi gekk í raðir Miami fyrr í sumar og hefur spilað einn hálfleik fyrir félagið þar sem hann reyndist hetjan og gerði sigurmark gegn Cruz Azul.
Óvíst er hvort Gregore fái bandið aftur er hann nær heilsu en Messi þekkir það vel að vera fyrirliði síns liðs.
Argentínumaðurinn var oft með bandið hjá bæði Barcelona sem og argent´æinska landsliðinu.