Knattspyrnulýsandinn geðþekki Hörður Magnússon vakti mikla lukku er hann lýsti leik Þýskalands og Marokkó á HM í morgun.
Þýskaland vann leikinn 6-0.
Í stöðunni 3-0 fékk Klara Buhl, sem skoraði eitt marka Þjóðverja í leiknum dauðafæri. Hún klikkaði hins vegar.
„Kalt er það Klara,“ sagði Hörður þá. Vakti þetta kátíuna margra, þar á meðal fyrrum knattspyrnumannsins og sparkspekingsins Alberts Brynjars Ingasonar.
Draumur að rætast.
Hörður Magnússon að henda í kalt er það Klara í beinni útsendingu. pic.twitter.com/OBFT4HSRsI
— Albert Ingason. (@Snjalli) July 24, 2023
Forsagan af þessari frægu setningu harðar er atriði sem Hörður lék í og var sýnt í Steypustöðinni.
Þar leikur Hörður sjálfan sig. Atriðið má sjá hér að neðan.