Fyrrum knattspyrnumaðurinn og nú sparkspekingurinn Shaka Hislop féll í yfirlið í beinni útsendingu í Bandaríkjunum í nótt.
Hislop var að fjalla um æfingaleik AC Milan og Real Madrid vestan hafs og var mörgum brugðið þegar hann féll til jarðar.
Í ljós kom að það leið yfir kappann.
Nú hefur hins vegar komið fram að Hislop sé með meðvitund og í fínu standi.
Hislop, sem lék sem markvörður, var til að mynda á mála hjá Newcastle og West Ham á ferlinum.
Scary scenes during the pregame show for AC Milan-R Madrid as Shaka Hislop collapsed. They're saying he's conscious and doing OK, but damn that's intense. Hopefully nothing serious 🙏 pic.twitter.com/epyOxdLRsC
— Matt Cather (@CatherOnair) July 24, 2023