Ítalía hafði betur gegn Argentínu í fyrsta leik dagsins á HM.
Um var að ræða fyrsta leik liðanna í G-riðli. Þar leika einnig Svíþjóð og Suður-Afríka, en fyrrnefnda liðið hafði betur í einvígi þeirra í gær.
Það var Cristina Girelli, leikmaður Juventus, sem gerði eina mark leiksins í dag og kom það á 87. mínútu.
Svíþjóð og Ítalía eru því í efstu sætum riðilsins með 3 stig eftir fyrstu umferðina en Suður-Afríka og Argentína eru án stiga.
Ítalía 1-0 Argentína
1-0 Cristina Girelli 87′