Íslenska U19 landsliðið er úr leik í lokakeppni EM eftir viðureign við franska landslioðið í kvöld.
Ísland þurfti á sigri að halda í kvöld til að eiga möguleika á að komast áfram eða þá treysta á jafntefli og að Spánn myndi tapa fyrir Tékkum.
Spánn var svo sannarlega ekki í veseni með Tékkland og hafði betur örugglegas, 6-0.
Ísland tapaði þá sínum leik 3-1 en Bergdís Sveinsdóttir gerði eina mark stelpnanna á 32. mínútu.
Ísland endar riðilinn með þrjú stig eftir sigur gegn Tékkum en tap gegn Spáni og Frökkum.