Það er óhætt að segja að færsla sparkspekingsins geðþekka Kristjáns Óla Sigurðssonar á Twitter í gær hafi vakið mikla umræðu. Þar vakti hann athygli á broti Loga Tómassonar í leik Víkings gegn KR.
Víkingur vann 1-2 sigur í hörkuleik og er áfram með gott forskot á toppi Bestu deildarinnar.
Kristján vildi bersýnilega sjá Loga hljóta refsingu fyrir brot á Jóhannesi Kristni Bjarnasyni í leiknum í gær. Hann vakti athygli á atvikinu á Twitter með myndbandi.
🤷🏼♂️ pic.twitter.com/4g1q6TMraN
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) July 23, 2023
Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Kristján vekur athygli á broti Loga. Hann gerði það einnig eftir leik Víkings gegn Keflavík fyrr í sumar.
„Hvað fær Luigi marga leiki í bann fyrir þetta?“ skrifaði Kristján þá á Twitter.
Hvað fær Luigi marga leiki fyrir þetta? pic.twitter.com/IyApFVgppR
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) July 8, 2023
Það vakti auðvitað athygli allra fyrr á tímabilinu þegar Kjartan Henry Finnbogason var dæmdur í bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir olnbogaskot í leik FH gegn Víkingi.
Heitar umræður sköpuðust eftir færstu Kristjáns. „Rent free í hausnum á höfðingjanum. Mental,“ skrifaði Nikola Dejan Djuric.
Það voru alls ekki allir á sama máli. „Þið verðið að fyrirgefa en háklassa íþróttamaður er bara ekki svona ósamhæfður…það eru engar tilviljanir þarna,“ skrifaði Hrafn Kristjánsson.