fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Eldheitar umræður sköpuðust eftir að Kristján benti aftur á brot Loga – „Þið verðið að fyrirgefa… það eru engar tilviljanir þarna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. júlí 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að færsla sparkspekingsins geðþekka Kristjáns Óla Sigurðssonar á Twitter í gær hafi vakið mikla umræðu. Þar vakti hann athygli á broti Loga Tómassonar í leik Víkings gegn KR.

Víkingur vann 1-2 sigur í hörkuleik og er áfram með gott forskot á toppi Bestu deildarinnar.

Kristján vildi bersýnilega sjá Loga hljóta refsingu fyrir brot á Jóhannesi Kristni Bjarnasyni í leiknum í gær. Hann vakti athygli á atvikinu á Twitter með myndbandi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Kristján vekur athygli á broti Loga. Hann gerði það einnig eftir leik Víkings gegn Keflavík fyrr í sumar.

„Hvað fær Luigi marga leiki í bann fyrir þetta?“ skrifaði Kristján þá á Twitter.

Það vakti auðvitað athygli allra fyrr á tímabilinu þegar Kjartan Henry Finnbogason var dæmdur í bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir olnbogaskot í leik FH gegn Víkingi.

Heitar umræður sköpuðust eftir færstu Kristjáns. „Rent free í hausnum á höfðingjanum. Mental,“ skrifaði Nikola Dejan Djuric.

Það voru alls ekki allir á sama máli. „Þið verðið að fyrirgefa en háklassa íþróttamaður er bara ekki svona ósamhæfður…það eru engar tilviljanir þarna,“ skrifaði Hrafn Kristjánsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Góður liðsstyrkur til Valsara

Góður liðsstyrkur til Valsara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan